Um okkur

Saga Tæknifræðináms Háskóla Íslands

Tæknifræðinám á vegum Háskóla Íslands hefur verið starfrækt frá árinu 2009. Fyrstu árin hafði námið aðsetur á vettvang Keilis að Ásbrú í Reykjanesbæ. Tæknifræðinemendur ljúka 210 ECTS eininga B.Sc. námi með lokaverkefni og útskrifast frá Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands.

Haustið 2018 voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi tæknifræðinámsins þar sem að nýtt Tæknifræðisetur Háskóla Íslands var formlega opnað við hátíðlega athöfn í Menntasetrinu við Lækinn í Hafnarfirði. Þar undirrituðu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar samstarfssamning um aðstöðu námsins. Um leið var allur rekstur námsins fluttur alfarið til Háskóla Íslands þar sem Karl Sölvi Guðmundsson, Prófessor við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóla Íslands veitir Tæknifræðisetrinu forstöðu ásamt hæfileikaríkum hópi kennara, allir með reynslu úr atvinnulífi og iðnaði. Markmið setursins er að leiða þróun fagháskólastigs á Íslandi í tæknigreinum.

Nánari upplýsingar um Tæknifræðisetrið veitir Karl Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður Tæknifræðiseturs Háskóla Íslands, í síma 821-6466 og karlsg@hi.is .

Aðstaða

Við bjóðum upp á góða verklega aðstöðu bæði fyrir Efna og líftækni og Mekatróník línurnar:

  • Mekatróník stofa: Er vel útbúin stofa fyrir rannsóknir og þróun búnaðar og þar fer fram öll verkleg kennsla til að mynda í rafmagns og rafeindarásum ígreyptum tölvum, iðntölvustýringum ofl.
  • Rannsóknastofa í Efna- og líftækni: Er mjög vel útbúin rannsóknarstofa þar sem nemendur geta unnið að lokaverkefnum auk þess er stofan nýtt í þjónustu rannsóknir fyrir atvinnulífið.
  • Hafdís Robotics: Er sérhæfð tilrauna og þróunarstofa hraða frumgerðasmíð fyrir þjarka og sjálfvirknibúnað.
  • Þróunarstofa: Er vel útbúin stofa fyrir málm og plast smíði. Dæmi um búnað sem er til taks er: rennibekkir, borvélar, sagir og suðurými, fræsivélar, laserskurðarvélar og þrívíddaprentarar. Þróunarstofan er rými þar sem nemendur tæknifræðinnar smíða frumgerðir fyrir hin ýmsu verkefni. 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is