Við erum staðsett á þriðju hæð í Menntasetrinu við Lækinn, 220 Hafnarfirði.


Allir sækja um í tæknifræði (Faggráða og BSc). 

Námið undirbýr nemendur vel fyrir krefjandi og fjölbreyttan vinnumarkað.


Allir sækja um í tæknifræði (Faggráða og BSc).

Tæknifræðinemar tóku þátt í orkuáskorun í Færeyjum. Smellið á mynd til að opna frétt.


Allir sækja um í tæknifræði (Faggráða og BSc).

Um námið

Tæknifræði (BSc)

Tæknifræði er fjölfaglegt og hagnýtt 220 ECTS eininga nám sem veitir rétt til að sækja um lögverndað starfsheiti Tæknifræðings.

Í náminu geta nemendur öðlast öfluga tækniþekkingu samhliða færni við að beita henni á raunveruleg verkefni tengd atvinnulífi. Með þessu taka nemendur virkan þátt í nýsköpun og tækniþróun. 

Boðið er upp á tvö kjörsvið:

  • Mekatróník hátæknifræði þar læra nemendur að hanna og smíða rafeinda- og tölvustýrðan búnað til að bæta dagleg lífsgæði fólks og að auka sparnað og hagkvæmni í rekstri fyrirtækja.
  • Framleiðslutæknifræði fyrir efna- og líftækniiðnað þar sem nemendur læra efna- og líftækniferla samhliða þeirri þekkingu sem þarf til að hanna tilsvarandi framleiðsluferla.

Faggráða (Diplóma á grunnháskólastigi)

Boðið er upp á 90 ECTS eininga faggráðu (diplóma) fyrir þá sem hafa áhuga á að stunda nám samhliða starfi.

  • Faggráða með áherslu á efnaiðnað undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt störf í efnaiðnaði.
  • Faggráða með áherslu á lífefnaiðnað undirbýr nemedur fyrir fjölbreytt störf í lífefna- og orkuiðnaði.
  • Faggráða með áherslu á véltækni undirbýr nemendur fyrir fjölbreytt störf í tæknigeiranum.
  • Faggráða með áherslu á forritun undirbýr nemendur með grundvallar þekkingu og getu fyrir árangursrík störf við hugbúnaðargerð.
  • Faggráða með áherslu á rafeindatækni undirbýr nemendur fyrir fjölmörg störf í hátækniiðnaði. 

Meiri upplýsingar um námið má finna hér.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is