Námsframboð

Tæknifræðisetur Háskóla Íslands býður upp á tvennskonar nám.

Annarsvegar 210 ECTS eininga nám sem veitir rétt til að sækja um lögverndað starfsheiti Tæknifræðingur. Hins vegar 90 ECTS eininga diplómanám á grunnháskólastigi sem getur hentað þeim sem vilja bæta við sig fræðilegri og hagnýtri þekkingu í námi með starfi. 

Námsleiðirnar sem eru í boði eru Tæknifræði (fullt BSc nám) og svo styttri diplómanám.

Tæknifræði (BSc, 210 ECTS einingar).

Valið er um tvö kjörsvið:

  • Mekatróník hátæknifræði
  • Efna og líftæknifræði
 
 

Diplómanám á grunnháskólastigi

  • Eftirfarandi kjörsvið í boði

    • Faggráða með áherslu á efnaiðnað

    • Faggráða með áherslu á forritun

    • Faggráða með áherslu á lífefnaiðnað 

    • Faggráða með áherslu á rafeindatækni  

    • Faggráða með áherslu á véltækni 

Nánari upplýsingar veitir Karl Sölvi Guðmundsson, forstöðumaður Tæknifræðiseturs Háskóla Íslands.

 

Sjáðu um hvað námið snýst

 

 

Inntökuskilyrði

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf.

Umsækjendur sem stundað hafa nám á framhaldsskólastigi geta öðlast rétt til undanþágu frá framangreindum skilyrðum með því að þreyta stöðumat. Við mat á undanþágu er jafnframt tekið mið af starfsreynslu úr atvinnulífinu.

Umsækjendur sem uppfylla skilyrði um undanþágu þurfa að:

  • Sitja undirbúningsáfanga í stærðfræði á haustmisseri fyrsta árs.
  • Ljúka undirbúningsáföngum til að öðlast rétt til áframhaldandi náms á vormisseri fyrsta árs.

Nánar um inntökuskilyrði deildar.

Hér getur þú sótt um í námið.

Athugið: Ef það á að sækja um í faggráðu en ekki BSc, þá er samt sótt um inngöngu í tæknifræði.
Skráningin í námið verður svo aðlöguð að þeirri faggráðu sem einstaklingurinn vill taka eftir að hann hefur komið í viðtal hjá forstöðumanni Tæknifræðisetursins. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is