Um námið

Tæknifræði (BSc)

 

Tæknifræði er fjölfaglegt og hagnýtt 210 ECTS eininga nám sem veitir rétt til að sækja um lögverndað starfsheiti Tæknifræðings.

Í náminu geta nemendur öðlast öfluga tækniþekkingu samhliða færni við að beita henni á raunveruleg verkefni tengd atvinnulífi. 

Boðið er upp á tvö kjörsvið:

  • Mekatróník hátæknifræði þar læra nemendur að hanna og smíða rafeinda- og tölvustýrðan búnað til að bæta dagleg lífsgæði fólks og að auka sparnað og hagkvæmni í rekstri fyrirtækja.
  • Efna- og líftæknifræði þar sem nemendur læra efna- og líftækniferla samhliða þeirri þekkingu sem þarf til að hanna tilsvarandi framleiðsluferla.

 

Einnig er boðið upp á  90 ECTS eininga faggráðu (diplóma) fyrir þá sem hafa áhuga á að stunda nám samhliða starfi.

Þar eru eftirfarandi kjörsvið í boði

  • Faggráða með áherslu á efnaiðnað

  • Faggráða með áherslu á forritun

  • Faggráða með áherslu á lífefnaiðnað 

  • Faggráða með áherslu á rafeindatækni  

  • Faggráða með áherslu á véltækni 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is