Umsókn í Tæknifræðinám

Umsóknarfrestur í námið er til 31. júlí 2019. 

Umsóknir inn í námið þarf að senda beint á Kristínu Jónasdóttur kris@hi.is með tölvupósti. Hafið forstöðumann Tæknifræðisetursins karlsg@hi.is með í Cc. (afrit).

Inntökuskilyrði

Íslenskt stúdentspróf eða sambærilegt próf.

Umsækjendur sem stundað hafa nám á framhaldsskólastigi geta öðlast rétt til undanþágu frá framangreindum skilyrðum með því að þreyta stöðumat. Við mat á undanþágu er jafnframt tekið mið af starfsreynslu úr atvinnulífinu.

  1. Umsækjendur sem uppfylla skilyrði um undanþágu þurfa að:Sitja undirbúningsáfanga í stærðfræði á haustmisseri fyrsta árs.
  2. Ljúka undirbúningsáföngum til að öðlast rétt til áframhaldandi náms á vormisseri fyrsta árs.
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is