Táknmálshanski

Markmið verkefnisins var að búa til hanska sem getur numið táknmál og þýtt það yfir í texta eða tal sem auðveldar heyrnalausu fólki að eiga samskipti við aðra. 

Verkefnið var unnið af Hirti Elí Steindórssyni og Pétri Frey Kristmundssyni í áfanganum Leiðbeint Nám árið 2017. 

Hanskinn notast tvo flex-skynjara og einn þrýstiskynjara fyrir hvern fingur til að mæla og fylgja eftir hreyfingu, ásamt tveimur þriggja-ása snúðvísum til að vita stefnu og hreyfingu handarinnar miðað við stöðu framhandleggsins og handleggsins í heild. Lítil örtölva sér um að safna gögnum frá öllum skyjurum, ásamt greiningu á táknum.

Í lok verkefnins gat hanskinn greint tölur á bilinu núll til tíu eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Næsta skref er að útbúa tauganet svo auðveldara sé að greina tákn eins og bókstafi og í framhaldi af því, orð.

Núna í dag er enn verið að vinna í verkefninu, en næsta skref er að koma upp tauganeti svo auðveldara sé að greina tákn eins og bókstafi og í framhaldi af því, orð og setningar. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is