Skittles litaflokkari

Tækið var upphaflega hannað og smíðað af Guðmundi Arnari Grétarssyni og Sigurði Erni Hreindal árið 2013.

Markmið verkefnisins var að hanna búnað sem getur flokkað mislitaðar einingar eftir lit. Til lausnar er notuð örtölva og ljósnemi. Búnaðurinn er með forðabúri sem gefur frá sér eina einingu á færibandshjól í einu fyrir ljósnemann til að greina. Þegar sú greining er búin setur búnaðurinn eininguna í viðeigandi hólf eftir litum.

Flokkarinn getur tekið sporöskjulaga einingar sem hafa radíus 7.5 mm og þykkt 10 mm og flokkað þær eftir fimm mismunandi litum. Þeir eru rauður, fjólublár, grænn, gulur og appelsínugulur. Eitt aukahólf er síðan fyrir óskilgreinda liti sem litaskynjarinn greinir ekki.

Árið 2014 var síðan uppfært stýribúnaðinn og tækið endurforritað frá grunni af þeim Thomas Edwards og Guðmundi Þóri Ellertsyni.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is