Orkuáskorun í Færeyjum - Árni Þór

Í maí 2019 fóru fjórir nemendur Háskóla Íslands til Færeyja. Markmið ferðarinnar var að taka þátt í fjölþjóðlegri samfélagslegri orku áskorun (e. International community energy challenge) á vegum Hydrogen Learning Network. Verkefnin voru mörg og mismunandi, en verkefnið sem ég vann að var að útfæra smáorkukerfi (e. microgrid) fyrir Bakkafrost, stærsta fyriræki Færeyja.

Við fengum 8 daga til að vinna verkefnið. Á fyrsta degi fengum við aðgang að gögnum varðandi orkuþörf fyrirtækisins, ásamt upplýsingum um staðsetningu nokkurra framleiðslustöðva. Á öðrum degi fórum við og heimsóttum höfuðstöðvar fyrirtækisins ásamt því að sjá nýja framleiðslustöð sem var verið að klára að byggja. Í þeirri ferð fengum við einnig að kynnast stjórnendum fyrirtækisins, ásamt ýtarlegri kynningu á starfsemi þess og stefnu fyrirtækisins hvað varðar umhverfismál og mikilvægi þess að sýna gott fordæmi þegar kemur t.d. að sjálfbærni.

Á næstu 6 dögum unnum við að því að rannsaka ýmsar leiðir til framleiðslu á bæði vind og sólarorku, sem og ýmsar orkugeimsluaðferðir. Við gerðum einnig raforkuframleiðslu módel með aðstoð hugbúnaðar sem heitir Homer, sem einn af nemendunum í hópnum hafði aðgang að. En það er hugbúnaður sem er sérhæfður í hermun og bestun á smáorkukerfum.

Niðurstaða verkefnisins var skýrsla sem innihélt meðal annars tillögu að smáorkukerfi með blöndu af bæði sólar- og vindorku sem yrði þá tengt við landsnetið. Á lokadegi kynntum við svo tillöguna fyrir Bakkafrost ásamt öðrum gestum í Háskólanum í Færeyjum og fögnuðum svo með eftir með bæði mat og drykk.

Teymið okkar samanstóð af Stine frá Noregi, nemi í orkutækni, Jordan frá Kanada, nemi í verkfræði á sviði sjálfbærrar hönnunar (e. sustainable design engineering) , Cristina frá Baskalandi (Spán), nemi í sjávar orkufræðum við Háskólann í Orkney og svo ég, nemi í hátækifræði við Háskóla Íslands.

Bakkafrost teymið.

Mynd - Bakkafrost teymið.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is