Grettir - Fimm ása vélþjarkur

Grettir er fimm liða vélþjarkur sem var hannaður og smíðaður af Atla Fannari Skúlasyni og Þóri Sævari Kristinssyni á lokaári í Mekatróník hátæknifræði árið 2017. Verkefnið var unnið í áföngunum Mekatrónísk Kerfi I og II. Hann var hannaður frá grunni og m.a. notast við hönnunarbúnaðinn Autodesk Inventor fyrir burðarþolsútreikninga og útlitshönnun, og Eagle Cadsoft fyrir hönnun á rafrásum og stýrieiningum.

Gerð var krafa um að vélarmurinn hafi að lágmarki 500 gr lyftigetu í ystu stöðu, hafi a.m.k fimm frelsisgráður og vinnslusvið upp á 50 cm radíus.

Vélarminum er stjórnað af 8-bita PIC örtölvu sem mótar rafræn stýrimerki fyrir mótorstýringar vélarmsins út frá áætluðu færsluferli notenda. Örtölvan heldur einnig utan um alla skynjara- og gagnavinnslu eins og merkjum frá kóðara (e. encoder), endastöðurofum og samskiptum við notenda. Hönnuð var sér prentplöturás sem hýsir örtölvuna ásamt þeim rafeindaíhlutum sem þarfir eru til að gegna fyrirgreindu hlutverki.

Grettir er gott dæmi um praktískt verkefni sem reynir á stöðu þekkingar og sameinar marga þætti sem snúa að hönnun, smíði og útfærslu á vél- og rafeindabúnaði.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is