BS Lokaverkefniskynning: Alexander Vigfússon

Þann 17 janúar mun Alexander Vigfússon lokaársnemi í Mekatróník tæknifræði kynna lokaverkefnið sitt: Þróun sjálfvirks mælibúnaðar til afkomumælinga á jöklum.

Kynningin fer fram í stofu 201 í Tæknifræðisetri HÍ klukkan 12:20.

Útdráttur:
Ein helsta afleiðing hnattrænnar hlýnunar á jökulsvæðum heimsins eru breytingar á vatnsbúskap jökla og er eftirliti með þeim sinnt í þágu almannahagsuna, vísinda og til áætlanagerðar fyrir raforkuframleiðslu. Á Íslandi styðjast eftirlitsaðilar að mestu við hefbundnar mæliaðferðir sem krefjast vettvangsferða á mælingarstað þar sem ummerki afkomu eru mæld með málbandi. Í þessu verkefni voru stigin fyrstu skrefin í þróun á sjálfvirkum mælibúnaði til eftirlits á vatnsbúskap jökla. Aðferð notuð í þessu verkefni byggir á að greina megi yfirborð snjólags með raðtengdum hitaskynjurum. Aðferðin hefur reynst vel til eftirlits með hafíss en sjaldan til eftirlits á vatnsbúskap jökla. Var því markmið þessa verkefnis að hanna og smíða fyrstu frumgerð af sjálfvirkum mælibúnað ætluðum til frumprófana við stýrðar aðstæður. Samhliða þróun var gerð tilraun til útfærslu á þráðlausum LoRa samskiptum sem talin eru hagkvæm þegar notuð eru fyrir mörg tæki innan tiltekins svæðis, þ.e. í fylkingu. Framkvæmdar voru að endingu prófanir á frumgerð og voru helstu niðurstöður að staðsetja mátti yfirborð með nákvæmni sem samræmist núverandi aðferðum. Mælingar voru framkvæmdar sjálfvirkt og eiga mátti þráðlaus LoRa samskipti milli tveggja tækja yfir allt að 14,6 km vegalengd.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is