Skólastarf að hefjast í Tæknifræðisetri Háskóla Íslands

Nú er skólahald á haustönn við það að hefjast. Kennsla hefst að fullum krafti þann 23. ágúst n.k samkvæmt kennslualmannaki. Nýnemdagar eru 19. og 20. ágúst.

Öll starfsemi Tæknifræðinnar fer fram í Tæknifræðisetri Háskóla Íslands við Skólabraut 3 Hafnarfirði. Notast er við innganginn sem staðsettur er bakvið húsið.

Menntamálaráðuneytið hefur gefið út leiðbeiningar varðandi útfærslu sóttvarna fyrir skólastarf haust 2021. Þar ber helst að nefna grímuskyldu þar sem ekki er hægt að virða 1 metra nándarreglu. Heimilt er að víkja frá grímuskyldu þegar setið er inn í kennslustofum. Frekari upplýsingar eru á vefsíðu stjórnarráðs Íslands hér.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is