Kynning á lokaverkefni: Elín Ósk Reynisdóttir

Elín Ósk Reynisdóttir kynnir lokaverkefni sitt í Orku- og umhverfis tæknifræðinámi Háskóla Íslands sem ber heitið "Mat á raforkuframleiðni með stífluvirkjun í Hvammsfirði" föstudaginn 10. maí kl.11:00 á þriðju hæð í Menntasetrinu við lækinn, stofu 305.

Kynningin er öllum opin.

Mikla orku er hægt að sækja í sjávarföllin og einn helsti kostur þeirra eru að þau eru regluleg og fyrirsjáanleg. Sjávarföllin hafa verið virkjuð út um allan heim og ein þekktasta og elsta starfrækta sjávarfallavirkjun í heimi, La Rance sjávarfallavirkjunin hefur verið starfrækt í yfir 50 ár og hefur reynst vel.

Við Íslandstrendur er mesti munur á sjávarhæð við Hvammsfjörð í Breiðafirði. Útreikningar sýna að heildarorkan sem hægt er að virkja er um 1400 GWh á ári miðað við 400 MW virkjun. Þessir útreikningar byggja á sjávarfallalíkani Vegagerðarinnar. Forritið AQUASEA er notað við líkanagerðina, sem hefur verið þróað á Verkfræðistofunni Vatnaskilum. Þetta er mikil orka og miklu meira en þarf til að uppfylla orkuþörf Vestfjarða sem erum 260 GWh á ári. Því er hægt að nota þessa orku til þess að tryggja ákveðna vatnshæð í lónum uppistöðulóna vatnsaflsvirkjanna á Íslandi og tryggja þannig að vatnsaflvirkjanirnar geti framleitt jafn mikið rafmagn allt árið.

Grófur samanburður við aðrar vatnsaflvirkjanir og flæðisvirkjun í Hvammsfirði sýna að stífluvirkjun í Hvammsfirði er sambærileg í kostnaði miðað við orkuna sem hún framleiðir. Það sem gæti aukið virði stífluvirkjunarinnar er að hún gæti orðið vinsæll heimsóknarstaður fyrir ferðamenn og að ofan á stífluna væri hægt að leggja veg sem myndi mögulega stytta akstursvegalengdir um Hvammsfjörð.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is